A cabeleira multilingüe

 

Hermann Stefánsson | Islandés

Haddurinn
(Brot)

Ég fæddist í grænu landi á heimsenda sem ég eigraði um villuráfandi í fótspor kúahjarða.
Tvílráður sonur farandættbálka sem námu aðeins staðar þegar veröldina þraut.
Ég á ekki aðrar rætur en í gróinu né byggi ég annað föðurland en vindsins.
Ég finn mig af kyni þeirra hirðingja sem aldrei stofnuðu með sér ríki.
Andi okkar þekkti hyldýpið og jarðkenndina fyrir náttúrunni umleikis.
Saga okkar er þeirra sem týndu áttum og rugluðu sér saman við uxana.
En ég endurheimti áttirnar í skipbrotinu miðju þar sem þær flæddu blíðlega af haddi mánans.
Og haddurinn mikli er völundarhús þar sem ég tala aðeins til þeirrar sem ég elska.

(Íslensk þýðing eftir Hermann Stefánsson)


Lectura de Hermann Stefánsson